Forritseiningar
Hvernig flytjum við inn forritseiningar?
Þrjár leiðir:
Til að flytja inn heila forritseiningu:
import <forritseining>
Til að flytja inn hlut úr forritseiningu:
from <forritseining> import <hlutur>
Til að flytja inn allt úr forritseiningu sem staka hluti:
from <forritseining> import *
Fyrsta leiðin af þessum þremur sem taldar eru upp er sú sem þykir öruggust. Það er vegna þess að með henni eru minnstar líkur á að við flytjum inn hluti úr ólíkum forritseiningum sem heita sama nafni. Það veit ekki á gott ef Python reynir til dæmis að kalla á tvö föll í einu, úr sitt hvorri forritseiningunni, sem heita það sama.
Þegar við flytjum inn forritseiningu með import
-setningu þurfum við alltaf að tilgreina hana þegar við notum föll úr henni. Tökum sem dæmi forritseininguna random
sem inniheldur meðal annars fallið randint()
. Fallið randint()
tekur tvö inntaksgildi (heiltölur) og skilar heiltölu af handahófi sem liggur á bili inntaksgildanna. Til að nota fallið randint()
þurfum við að tilgreina hvaðan það kemur:
Þegar við flytjum inn hluti með from <forritseining> import
setningu, þá erum við ekki að flytja inn alla forritseininguna heldur einungis þann hluta sem við þurfum. Skoðum annað dæmi þar sem við flytjum aftir inn randint()
en án þess að flytja inn alla random
-forritseininguna:
Síðasta dæmið virkar að mörgu leyti eins og venjuleg import
-setning að því leyti að við flytjum inn alla forritseininguna. Munurinn liggur hins vegar í því að við erum að flytja alla hluti hennar inn eins og þeir væru stakir. Því er rétt að taka fram að þessi aðferð þykir mjög óæskileg nema að um minniháttar tilraun sé að ræða.
Flutt inn undir öðru nafni
Við getum flutt forritseiningar inn undir öðru nafni með því að nota lykilorðið as
:
Þessi aðferð getur sparað okkur talsverða ritun, sérstaklega ef nafn forritseiningarinnar er langt og/eða það er notað oft í sama forriti.
Last updated