Uppsetning Python
Í þessum hluta er að finna leiðbeiningar varðandi það að setja upp Python. Ferlið er ólíkt á milli stýrikerfa en Python fylgir yfirleitt með GNU/Linux-stýrikerfum en aldrei með MS-Windows eða MacOS.
Last updated
Í þessum hluta er að finna leiðbeiningar varðandi það að setja upp Python. Ferlið er ólíkt á milli stýrikerfa en Python fylgir yfirleitt með GNU/Linux-stýrikerfum en aldrei með MS-Windows eða MacOS.
Last updated
Þar sem að Python fylgir ekki með Windows þurfum við að byrja á að sækja uppsetningarskrá af vefsetri Python. Opnið vafra og sláið inn slóðina www.python.org/downloads og leitið að hnappi fyrir nýjustu útgáfuna. Þar ætti að standa Download Python 3.x.x
þar sem x gefur til kynna útgáfunúmerið. Þegar þetta er skrifað þá er nýjasta útgáfan 3.7.0.
Smellið og hnappinn og halið niður viðkomandi skrá. Opnið möppuna þar sem skráin er vistuð (t.d. Downloads) og tvísmellið á skránna sem þið voruð að sækja.
Við það opnast uppsetningargluggi fyrir Python. Veljið Install Now
. Þið gætuð þurft að staðfesta að það eigi að setja upp Python. Smellið á Yes
og leyfið vélinni að vinna.
Þegar uppsetningu er lokið ætti að koma gluggi sem á stendur Setup was successful
. Áður en þið lokið honum skulið þið smella á Disable path length limit
. Það er gert svo að hægt sé að keyra Python skrár sem eru geymdar í hreiðruðum möppum.
Núna ætti að vera komið nýtt forrit á vélina sem heitir IDLE (Python 3.x 32-bit). IDLE virkar sem Python skel og við getum einnig notað forritið til þess að búa til python skrár (með endinguna .py) sem við notum til þess að halda utan um kóðana okkar.
Við þurfum ekki að nota IDLE til þess að keyra Python - við getum líka notað forrit sem heitir Command Promt
sem fylgir með Windows. Smellið á Start hnappinn og leitið að CMD
. Sláið inn Python
í gluggann. Jafnvel þó að þetta forrit virki á mjög sambærilegan hátt og IDLE þá er það ekki mjög notendavænt og því skulum við halda okkur við að nota IDLE.
Þar sem Python 3 fylgir ekki með MacOS þurfum við að setja það upp sjálf. Leiðin sem við munum skoða hér til að setja upp Python 3 á MacOS er ekki eina leiðin til að setja upp hugbúnað. Til dæmis er mögulegt að setja upp svokallaðan pakkastjóra (e. package manager) sem sér um að setja upp fyrir okkur hugbúnað eins og Python. Dæmi um slíkan hugbúnað fyrir MacOS er brew. Hér verður hins vegar ekki farið yfir það ferli og einungis skoðuð sú leið að fara inn á vefsetur Python og sækja uppsetningarskránna.
Opnið vafra og sláið inn slóðina www.python.org og smellið á Downloads. Vefþjónninn ætti að átta sig á því hvaða stýrikerfi þið notið en ef ekki þá smellið á Mac OS X í fellilistanum. Smellið því næst á þá útgáfu af Python sem þið viljið sækja. Á myndinni hér að neðan er einungis útgáfa 3.7.0
í boði og því myndum við smella á hana.
Við þetta fáum við uppsetningarskrá af skráarsniðinu pkg
. Algengast er að vafrar visti skrár í Downloads möppuna og ef við opnum hana ættum við að sjá uppsetningarskránna líkt og á næstu mynd.
Ef við tvísmellum á uppsetningarskránna hefst uppsetningarferlið og gluggi, líkt og á næstu mynd, opnast sem tilgreinir hvaða útgáfu Python við eru að fara að setja upp. Auk þess lætur hann okkur vita að auk Python (forritunarmálsins) verði settur upp Python-ritillinn IDLE.
Eftir að við smellum á Continue-hnappinn birtast okkur upplýsingar, meðal annars varðandi það að upp verði settar tvær gerðir af þessari Python-útgáfu, annars vegar 64-bita og hins vegar 32-bita. Þetta eru ekki upplýsingar sem við þurfum að hafa áhyggjur af á þessu stigi en þær eru ætlaðar þeim sem vilja skrifa forrit og hugbúnað sem er afturhæfur eldri útgáfum af Mac OS.
Eftir að við smellum aftur á Continue-hnappin birtist okkur kvaðning í minni glugga (sjá næstu mynd) sem spyr hvort við samþykkjum þá skilmála sem fylgja leyfi Python. Eftir að við höfum kynnt okkur leyfið getum við haldið áfram með því að smella á Agree-hnappinn.
Eftir að við höfum samþykkt skilmála Python þurfum við að slá inn lykilorð notandans til að uppsetningin geti farið fram. Til að halda áfram þarf að smella á 'Install Software'- hnappinn (sjá næstu mynd).
Að lokum fáum við skilaboð um að uppsetning hafi heppnast. Þá getum við smellt á Close-hnappinn og þar með er uppsetningarferlinu lokið.
Til að opna IDLE (og Python-skelina) má nota Finder og slá inn idle (sjá næstu mynd).
Einnig er mögulegt að opna Python-skelina í gegnum Terminal (til dæmis í gegnum Finder) og slá þar inn python3
. Við það fáum við upp Python-skelina líkt og á myndinni hér að neðan.
Fyrir þá sem nota GNU/Linux stýrikerfi er oftast mjög lítið sem þarf að gera vegna þess að Python 3 hefur oftast þegar verið upp sett. Ef notað er til dæmis Ubuntu eða Raspbian (fyrir Raspberry Pi) þá má ganga að því vísu að Python 3 sé hluti af stýrikerfinu.
Fyrir Ubuntu má setja IDLE upp með skipuninni sudo apt install idle3
eða með því leita í Ubuntu Software.