Styttri verkefni
Hér er að finna styttri verkefni sem byggja á sömu þáttum og hin verkefnin. Þessum verkefnum fylgja þó ekki leiðbeiningar og því eru þær hugsaðar fyrir nemendur sem þegar hafa leyst hin verkefnin.
Hér má nálgast lausnir á verkefnum.
Verkefni
Skrifið kóða sem biður notanda um að slá inn nafnið sitt og aldur. Prentið síðan út skilaboð með nafni notanda og hvenær notandinn verður 90 ára.
Skrifið forrit sem les inn 5 tölur í breyturnar a, b, c, d og e og prentar út summu og margfeldi þeirra. Passið að skrifa hæfilegar kvaðningar sem lýsa um hvað er beðið. Skrifið einnig hæfilegar skýringar þegar þið prentið niðurstöðurnar.
Skrifið forrit sem les inn tölu í breytuna a og prentar svo annað veldi tölunnar.
Skrifið forrit sem les inn tölu í breytuna a og prentar svo kvaðratrót tölunnar.
Breytið forritinu úr dæmi 2 þannig að breyturnar eru lesnar inn í listann
tolur
. Notið síðan for-lykkju til þess að reikna summu og margfeldi talnanna í listanum. Prentið niðurstöðurnar.Skrifið forrit sem les inn radíus hrings og út frá honum reiknar bæði ummál og flatarmál hringsins. Skrifið hæfilegar kvaðningar og hæfilegar skýringar með niðurstöðunum.
Skrifið kóða sem biður notanda um að slá inn tölu. Svarið með skilaboðum sem segja hvort talan sé oddatala eða slétt tala.
Skrifið fall sem tekur inn heiltölu og prentar allar heiltölur sem inntaksbreytan er deilanleg með. Notið lista til þess að geyma tölurnar í áður en þið prentið þær út.
Skrifið kóða sem tekur listann
listi = [1, 3, 5, 10, 7, 4, 8, 11, 1, 6, 0]
og býr til annan lista með öllum stökum úrlisti
sem eru minni en 7.Skrifið kóða sem tekur listann
listi = [1, 3, 5, 10, 7, 4, 8, 11, 1, 6, 0]
og býr til annan lista með öllum stökum úrlisti
sem eru minni en 10 og stærri en 5 og prentið hann út.Skrifið fall sem tekur inn lista og býr til nýjan lista úr fyrsta og síðasta gildi inntakslistans.
Skrifið fall sem tekur inn lista og prentar miðju gildi listans. Ef tvö gildi eru í miðjunni skal prenta bæði gildin.
Skrifið fall sem tekur inn tvo hluti: raðaðan lista af heiltölum og eina heiltölu. Kannið síðan hvort að talan sé í listanum og ef svo er, prentið þá viðeigandi Boole breytu (True eða False).
Skrifið fall sem tekur inn þrjár heiltölur og prentar síðan stærstu tölunni. Fallið má ekki innihalda max()-fallið.
Í 10. bekk í Strumpaskóla eru Strympa, Fýlustrumpur, Kraftastrumpur, Letistrumpur og Gáfnastrumpur. Þau tóku öll próf í tölvunarfræði og fengu (í nafnaröð) B+,B,B,C+,A. Búið til tætitöflu (e. dictionary) sem inniheldur nöfn strumpanna og einkunnir þeirra.
Kennarastrumpur í Strumpaskóla gaf Kraftastrumpi óvart vitlausa einkunn. Leiðréttið einkunn Kraftastrumps í B+ í tætitöflu sem þið bjugguð til í síðasta dæmi.
Letistrumpur er búinn að ákveða að hætta í tölvunarfræði og læra strympnesku í staðinn. Kennarastrumpur þarf því að taka hann úr einkunnasafninu sem hann var búinn að búa til. Skrifið skipun sem eyðir Letistrumpi úr einkunnasafninu og prentið tætitöfluna aftur.
Skrifið fall sem heitir Teningakast. Fallið á að taka inn hversu oft á að kasta teningi og skrifa inn í safn hversu oft hver tala kom upp. Prentið í lokin niðurstöðuna. Þið þurfið að nota rand()-fallið.
Skrifið fall sem prentar "Halló Heimur" í skrá. Látið skránna heita "Forritunaraefing" og vera með skráarendinguna .txt. Þið megið ákveða hvar skráin verður vistuð.
Skrifið fall sem opnar skrá sem inniheldur lista af orðum og teljið hversu oft hvert orð kemur fyrir. Prentið niðurstöðuna á skjáinn.
Skrifið forrit sem biður notanda um að slá inn hitastig og síðan skilgreina hvort hitastigið sé í Celcius (C) eða Fahrenheit (F). Forritið á síðan að skila mótsvarandi hitastig í Celcius eða Fahrenheit - það er ef notandi slær inn hitastig í Celcius þá skilar forritð hitanum í Fahrenheit og öfugt.
Last updated